Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 19:25

Evróputúrinn: Cañizares leiðir

Það er spænski kylfingurinn Alejandro Cañizares (félagi í hinum fræga Valderrama golfklúbbi í Andalucia), sem leiðir fyrir lokahring BMW PGA Championship.

Hann er búinn að spila á 9 undir pari, 207 höggum (69 70 68).

Í 2. sæti er Lee Westwood aðeins 1 höggi á eftir og verður gaman að fylgjast með Westy á morgun.

Í 3. sæti eru Ítalinn Matteo Manassero og Skotinn Marc Warren, báðir á samtals 7 undir pari, 209 höggum, þ.e. aðeins 2 höggum á eftir forystunni, Cañizares.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag  BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: