Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2013 | 06:45

Viðtalið: Matt Kuchar

Matt Kuchar var í forystu fyrir lokahringinn á Crown Plaza Invitational en tapaði mótinu á síðustu metrunum gegn landa sínum Boo Weekley. Hér fara nokkrar spurningar sem lagðar voru fyrir Kuch á blaðamannafundi eftir sigurinn,  í lauslegri þýðingu:

SP: Boo varð fyrstur og vann þig, hvernig er tilfinningin nú um hvernig þú spilaðir lokahringinn?

MATT KUCHAR: Þetta er hluti af golfleiknum. Maður spilar eins vel og maður getur undir kringumstæðunum. Þetta er svekkjandi fyrir mig. Þetta er mót og þetta golfvöllur sem ég elska. Þetta var mót sem ég vildi virkilega vinna. Þannig að vera þarna úti með tækifæri var spennandi. Ég vissi að það myndi þarfnast góð golfhringjar. Í dag hugsa ég að versti hluti leiks míns hafi verið fleygjárnsspilið mitt. Ég var með skorkylfurnar mínar í höndunum og ég treysti á þær. Ég hafði virkilega gott tækifæri til þess að slá venjuleg fleygjárnshögg en ég gat ekki nýtt mér þau. Ég var með góð dræv og nokkrar góðar stöður.

SP.: Af því sem þú sagðir þá komst þú þér í stöðu til að sigra á erfiðum golfvelli. Hvað segir það um það hvernig þú kemur til með að spila á Memorial og Merion?

MATT KUCHAR: Það verður spennandi. Ég er virkilega spenntur. Leikurinn minn er góður. Ég er fullur sjálfstraust varðandi alla þætti leiks míns. Opna bandaríska er hinum meginn við hornið – ég er hlakka til. En ég er jafnvel enn spenntari fyrir Memorial, það er golfvöllur sem ég elska. Ég skemmti mér þar.  Golfvöllurinn (þar) er frábær hluti  golfsins.

SP.: Talaðu við okkur um leik þinn, þú varst svo nálægt því að sigra?

MATT KUCHAR:  Það var súrt í broti þegar maður er einu höggi frá sigri hér á velli, þar sem ég virkilega, virkilega vil setja nafn mitt meðal þeirra sem hafa unnið það þ.e. fyrri sigurvegara þess. Þetta er staður sem mér líkar við að koma á og golfvöllur, sem ég elska.  Mér innst bærinn (þar sem golfvöllurinn er, þ.e. Irving í Texas) skemmtilegur. Það er erfitt í augnablikinu að vera aðeins einu höggi frá sigri en maður getur bara ekki stjórnað því sem aðrir gera. Ég átti nokkur tækifæri og ég spilaði ansi gott golf í 4 daga.

SP: Finnst þér eins og þú hafir skilið eftir nokkra fugla þarna úti í dag (gær)?

MATT KUCHAR: Maður nær ekki öllum fuglum á hverjum degi. En þegar ég lít tilbaka lít ég á fleygjárnin sem er sigurkylfurnar. Ég var ekki að slá nógu nálægt með þeim. Mér finnst eins og það séu þær kylfur sem ég get ekki beðið eftir að fá í hendurnar – ég var bara ekki að slá nógu nálægt með fleygjárnunum.
Sp. (Heyrðist ógreinilega)?

MATT KUCHAR: 15 var eitt, par-5, 11 var hin. Nokkrar á fyrri 9, fyrsta holan var ein. Svo voru 4-5 fleygjárnshögg sem mér fannst að ég gæti hafa sett næt.
Sp.; Ert þú ekki sáttur – að ná 2. sæti er ekkert grín meðal þessara kylfinga. ?

MATT KUCHAR: Þetta er sannarlega góð vika en maður getur ekki stjórnað því, sem hinir strákarnir gera. Boo spilar frábært golf. Margar hamingjuóskir, Boo. Það er frábært að sjá hann spila aftur. Hann er svo sannarlega góður í slættinum á þessum parti. Honum gengur vel. Þannig að til hamingju Boo. Ég hlakka til að spila á Memorial í næstu viku og vonandi fæ ég annað tækifæri.

Sp.: Þetta er þegar þú ferð að spila virkilega vel. Árið 2010 varst þú í 2. sæti á FedEx Cup listanum. Þú varst með 7 topp-10 niðurstöður á þessum parti þetta sumar.  Var það á þessu tímabili sem þú fórst að spila vel?

MATT KUCHAR: Já, það er skrítið. [….]  þetta er frábær tími fyrir mig og síðustu tvær vikurnar hér í Dallas. Ég fæ mikinn aukatíma með þjálfara mínum, Chris O’Connell. […] Þetta er góður völlur fyrir mig og þetta er bara hvernig dagskráin mín var. Mér finnst gaman að koma hingað þessar vikur og það lítur vel út fyrir næstu mánuði.

Sp.: Hvað telur þú að þurfi til, þ.e. þú hefir verið í 2. sæti á eftir Furyk, hvað telur þú að þurfi til að vinna Tiger í ár?

MATT KUCHAR: Hann er að spila frábært golf. Hann er með svo mikið forskot. Ég held að hugmyndin nú með þeirri forystu sem Tiger hefir sé að koma sér bara í stöðu í umspilinu og markmiðið er síðan að spila golf alla fjóra dagana í THE TOUR Championship.