Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2013 | 17:00

LPGA: Ilhee Lee sigraði á Pure Silk Bahamas mótinu

Það var Ilhee Lee, sem sigraði á Pure Silk Bahamas mótinu, sem fram fór á Ocean Club golfvellinum, á Paradise Island á Bahamas-eyjum.

Ilhee Lee er frá Suður-Kóreu, fædd 13. desember 1988 og er því 25 ára. Þetta er fyrsti sigur hennar á LPGA-mótaröðinni.

Ilhee spilaði á samtals 11 undir pari, á 126 höggum (41 43 42).

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir varð Irene Cho frá Bandaríkjunum og í þriðja sætinu varð hin sænska Anna Nordqvist á samtals 8 undir pari.

Paula Creamer, Mika Miyazato, Cristie Kerr, Karine Icher og Mindy Kim deildu síðan 4. sætinu á 7 undir pari hver.

Vegna veðurs féll hið hefðbundna bjórbað sigurvegarans (þ.e. þess sem sigrar á 1. móti sínu á LPGA) niður og sprautuðu stelpurnar raksápu frá Pure Silk á Ilhee.

Til þess að sjá úrslitin á Pure Silk Bahamas mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá viðtal við sigurvegarinn, Ilhee Lee, í Pure Silk Bahamas mótinu 2013 SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að