Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2013 | 12:00

Evróputúrinn: 7 kg þyngdartap átti þátt í sigri Manassero á Wentworth

Matteo Manassero upplýsti að dramatískt þyngdartap hafi verið lykillinn að því að hann sigraði á BMW PGA Championship mótinu á Wentworth í gær.

Manassero, 20 ára, varð sá yngsti til þess að sigra flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar, þar sem hann vann m.a. fyrrum sigurvegara mótsins Englendinginn Simon Khan með pari eftir 4 holu bráðabana.

Manassero missti 7 kg, þar sem hann ætlaði ekki að endurtaka það þegar hann lét sigurinn ganga sér úr greipum á Wentworth fyrir 2 árum.

„Í þessari viku þegar við áttum frí þá var ég fyrir alvöru í megruninni, ég sleppti öllum kolvetnum í 5 vikur og var bara almennt að reyna að grenna mig og gera það fremur fljótt, okkur kom saman um að það væri besta leiðin og síðan fara í cardio vegna þess að maður léttist ekkert bara af því að borða ekki eða borða minna,“ sagði Manassero.

„Frá því að ég byrjaði og ég hef ekki farið á viktina í mánuð hef ég tapað u.þ.b. 7 kg.“

„Ég jók brennsluna aðeins, en ég er ekki að einbeita mér að ákveðnum kúr, geri bara venjulega hluti. Ég er ekki svo einbeittur í þessu. Ég er nú þegar mikið að vera í golfi, ræktinni og á æfingum. Mér líkar að borða, svo maður verður að gera vel við sig af og til.“

Með sigri sínum fer Manassero í 28. sætið á heimslistanum og árangurinn tryggir honum undanþágu til að spila á Opna bandaríska 13. júní n.k., sem er 3. skiptið í röð sem hann tekur þátt í 2. risamóti ársins á stuttum 3 ára ferli sínum sem atvinnumanns.

Hann þarf því ekki að fara í 36 holu úrtökumót fyrir Opna bandaríska á Walton Heath.

„Þetta er léttir ef ég á að vera heiðarlegur; það myndi hafa verið erfitt að spila 36 holur eftir mótið,“ sagði hann.

„Ég var svolítið á leið niður á við á heimslistanum þannig að augljóslega varð ég að taka þátt í úrtökumótinu og ég ætlaði að skemmta mér við að spila.“

„En það er mikill léttir að geta bara einbeitt sér að Svíþjóð og Nordea Masters í þessari viku, þannig að ég hef breytt flugi mínu til þess að geta verið þarnaog verið ferskur og hugsað um mótið vikuna.“

Colin Montgomerie og Jose Maria Olazabal, fara fyrir 96 kylfingum sem tía upp á Walton Heath í dag og reyna að hljóta eitt af 10 lausum sætum á Opna bandaríska í Merion, Pennsylvaníu.