Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2013 | 23:45

PGA: Boo sigraði á Crown Plaza Inv.!

Það var Boo Weekley, sem bar sigur úr býtum á Crown Plaza Invitational á Colonial golfvellinum í Irving, Texas nú rétt í þessu.  Weekley verður fertugur í júlí n.k..  Þetta er 3. sigurinn á PGA Tour.

Boo lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (67 67 66 66) og átti 1 högg á Matt Kuchar, sem búinn var að leiða mestallt mótið.

Risamótssigurvegarinn Zach Johnson varð í 3. sæti á samtals 12 undir pari.

Scott Stallings, John Rollins og Matt Every deildu 4. sætinu á samtals 11 undir pari, hver.

Til þess að sjá úrslitin á Crown Plaza Invitational SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Crown Plaza Invitational SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á Crown Plaza Invitational SMELLIÐ HÉR: