
Olazabal, Kahn og Matsuyama meðal þeirra sem komust í gegnum úrtökumót fyrir Opna bandaríska
José Maria Olázabal, 47 ára, fyrirliði sigurliðs Evrópu í Ryder Cup var einn af 12 kylfingum, sem náði að komast í gegnum úrtökumót á Walton Heath og tryggja sér sæti á Opna bandaríska risamótinu, sem fram fer í Merion Golf Club í Pennsylvaníu, 13.-16. júní n.k., en hann lék á alls 3 undir pari, 141 höggi (68 73) og varð að fara í bráðabana við 5 aðra keppendur.
„Ég er mjög ánægður með að vera að fara á Merion,“ sagði tvöfaldi risamótsmeistarinn á Masters (Olazabal) „Það er ekki oft sem maður tekur þátt í sex manna bráðabana þannig að ég er ánægður að komast í gegn.“
Spánverjinn (Olazabal) og bresku kylfingarnir David Howell og John Parry komust allir gegnum fyrstu holu bráðabanans.
Estanislao Goya frá Argentínu (kærasti Carly Booth) og Bretinn Chris Doak komust sömuleiðis, en Svíinn Rikard Karlberg var sá eini, sem ekki komst í gegn.
Bretinn Simon Khan, sem laut lægra haldi fyrir Matteo Manassero í bráðabana á PGA Championship á Wentworth s.l. sunnudag, varð efstur í úrtökumótinu á 7 undir pari, 137 höggum og er á leiðinni á Merion.
Bretarnir Paul Casey og Eddie Pepperell, Jaco van Zyl frá Suður-Afríku, Morten Madsen frá Danmörku, Peter Hedblom frá Svíþjóð og Ástralinn Marcus Fraser komust líka í gegn og taka þátt á Opna bandaríska.
Í úrtökumóti í Japan voru það þeir Hideki Matsuyama, Jung-Gon Hwang frá Suður-Kóreu, Yui Ueda, Yoshinobu Tsukada og Hiroyuki Fujita, sem komust í gegn og munu keppa á Opna bandaríska.
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022