Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2013 | 11:45

Tiger spilar í Tyrklandi

Númer 1 á heimslistanum  Tiger Woods mun snúa aftur til Tyrklands síðar á þessu ári til þess að keppa á Turkish Airlines Open, sem þá mun verða hluti af Evrópumótaröðinni í fyrsta sinn.  Mótið fer fram 7.-10. nóvember á Montgomerie Maxx Royal golfvellinum í Balek.

Tiger mun verða einn af 77 leikmönnum í þessu 3. móti og nýrri 4 móta „Loka Seríu“ í lok The Race to Dubai.

Skipuleggjendur mótsins höfðu tilkynnt á síðasta ári þegar Tiger keppti á Turkish Airlines World Golf Challenge að Turkish Airlines Open mótið myndi verða með verðlaunafé upp á 7 milljónir bandaríkjadala.

Þetta er í 2. skiptið sem Tiger tekur þátt í móti Evrópumótaraðarinnar á þessu ári eftir að hann keppti fyrr á árinu á Abu Dhabi HSBC Championship í Abu Dhabi.

Ahmet Ali Agoglu, forseti tyrkneska golfsambandsins sagði:  „Það gleður okkur mjög að Tiger ætli að spila í Tyrklandi í tvö ár í röð,“  en Agoglu lék einmitt hring með Tiger í Pro-Am móti, í fyrra.