Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2013 | 08:30

GSS: Hlíðarendinn opnar í dag

Hlíðarendavöllur á Sauðárkróki verður opnaður inn á sumarflatir í dag fimmtudaginn 30. maí 2013  jafnt fyrir klúbbmeðlimi sem gesti.

Kylfingar eru beðnir að ganga sérstaklega vel um völlinn enda er hann viðkvæmur eftir erfiðan vetur.

Flatir hafa verið sandaðar og eru því ekki komnar í gott sumarstand og er mjög mikilvægt að kylfingar lagfæri boltaför.

Skráning á rástíma er virk á www.golf.is