Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2013 | 08:45

Eygló Myrra kylfuberi Hedwall

Eygló Myrra Óskarsdóttir útskrifaðist frá University of San Francisco nú fyrir tæpum 2 vikum; þann 18. maí 2013.

Fyrsta starf hennar eftir útskrift er að vera kylfuberi fyrir vinkonu sína og fyrrum liðsfélaga úr Oklahoma State, fimmfaldan sigurvegara á Evrópumótaröð kvenna, hina sænsku Caroline Hedwall.

Eygló var kaddý Hedwall á Pure Silk mótinu á Bahamas eyjum, síðustu helgi þar sem hin suður-kóreanska Ilhee Lee sigraði.  Hedwall var í holli með Lexi Thompson og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Stacy Lewis og hefir eflaust verið gaman og lærdómsríkt fyrir Eygló Myrru að fylgjast með.

Eygló Myrra mun verða kaddý Caroline Hedwall í næstu 4 mótum.