Guðrún Brá var frábær á ZO ON mótinu í dag!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2013 | 16:00

Viðtal við Guðrúnu Brá sigurvegara í kvennaflokki á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2013

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sigraði kvennaflokkinn á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótsins uppi á Skaga nú s.l. helgi. Hún lék hringina 3 á 13 yfir pari 229 höggum (73 79 77) og varð þar að auki 5. best yfir allt mótið í heild (kvenna- og karlaflokk).  Þetta er í 2. sinn sem  hún sigrar á stigamóti upp á Skaga, en Guðrún Brá vann sama mót fyrir 2 árum, árið 2011, ásamt frænda sínum Axel, sem vann karlaflokk, þá eins og nú.   Golf 1 tók stutt viðtal við Guðrúnu Brá (sem nú er stödd í Englandi).

Golf 1: Guðrún innilega til hamingju með glæsilegan sigur!   Hvernig tilfinning er það að sigra aftur upp á Skaga?

Guðrún Brá:  Bara mjög góð alltaf gaman að vinna!

Golf 1: Hvað var það sem var að ganga upp í leik þínum, sem varð til þess að þú vannst?

Guðrún Brá: Ég var var mjög ánægð með sláttinn minn alla helgina og svo var ég að pútta vel.

Golf 1: Hvernig fannst þér Garðavöllur?

Guðrún Brá:  Völlurinn var bara i góðu standi, fannst mér miðað við hvernig veðrið er búið að vera hérna á Íslandi.

Golf 1:  Nú voru aðstæður til leiks erfiðar vegna veðurs. Fannst þér veðrið hafa áhrif á leik þinn?

Guðrún Brá: Já, algjörlega og örugglega á alla, en i svona verður maður bara að vera þolinmóður og gefast aldrei upp.

Golf 1: Hvernig lítur dagskráin út hjá þér í sumar – ætlar þú að taka þátt í öllum mótunum á Eimskipsmótaröðinni?

Guðrún Brá: Ég er á biðlista á British Open Amateur, sem er a sama tíma og Eyjamótið þannig  að ég veit ekki hvort ég kemst til Eyja, en það verður bara að koma i ljós.