Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2013 | 10:15

Tiger talar ekki við Garcia

Tiger Woods sagði á blaðamannafundi í gær í tengslum við Memorial mótið að hann hefði ekki talað við Sergio Garcia og hann ætlaði sér ekkert að gera svo eftir ummæli Garcia sem voru túlkuð sem kynþáttaníð.

Tiger sagðist heldur ekkert búast við því að tala við Sergio um málið þegar þeir tveir keppa á Opna bandaríska eftir tvær vikur.

„Þetta er búið og gert,“ sagði Tiger deginum áður en hann hefur titilvörn sína í Muirfield Village Golf Club.

Í síðustu viku í Wentworth á Englandi fór Garcia yfir strikið þegar hann var að grínast með það að verja tíma með Tiger á Opna bandaríska. „Við munum þurfa að umgangast hann á hverju kvöldi. Og við munum hafa djúpsteiktan kjúkling í matinn,“ sagði Garcia.

Spánverjinn (Sergio Garcia) baðst afsökunar á næsta degi, en margir sáu í ummælum hans vísun til uppákomu frá 1997 þegar Fuzzy Zoeller hafði uppi athugasemdir um að Tiger myndi eflaust vera með „djúpsteiktan kjúkling“ á Masters Champions dinner. (Þ.e. þennan fituga ruslmat sem niggararnir í Suðurríkjum Bandaríkjanna borða, svo skýrar sé kveðið að orði – en þetta  er viðkvæðið hjá mörgum fordómaseggnum í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Djúpsteiktur kjúklingur tengdur Tiger með þessum hætti ekkert annað en kynþáttaníð)

Ummæli Garcia komu í kjölfar ósættis þeirra Tiger eftir 3. hring á Players Championship, en þeir tveir voru í sama ráshóp. Garcia sagði að Tiger hefði dregið kylfu úr poka sínum og valdið því að áhangendur hefðu verið með hávaða sem hefði truflað hann.

Garcia reynda að útskýra afstöðu sína í síðustu viku á Englandi. „Ég meina, það er ekki hægt að líka vel við alla,“ sagði hann.

„Hann þarfnast mín ekki í sínu lífi og ég þarfnast hans ekki í mínu. Höldum fram á við og gerum það sem við gerum.“

Tiger svaraði „djúpsteiktar kjúklings kommentinu“ með tvíti, þar sem hann sagði: „Kommentið var ekki kjánalegt. Það var rangt, særandi og augljóslega óviðeigandi ….. það er löngu kominn tími til að halda áfram og fara að tala um golf.“

Jack Nicklaus, gestgjafi Memorial Tournament, blandaði sér í deilumál kappanna tveggja í gær og sagði ágreining þeirra „heimskulegan.“

„Enginn þarfnast þessa. Ég held að báðir hafi þegar sagt að nóg sé komið. Höldum fram á við.“ sagði Nicklaus.

Að þurfa að kljást við kynþáttaníð er ekkert nýtt fyrir Tiger.

„Nú, ég verð að búa við það,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær.

„Það (Kynþáttníð) hefir átt sér stað allan minn feril. Það á sér stað alls staðar í heiminum ekki aðeins innan golfíþróttarinnar. Ég veit að það er fullt af fólki sem er að reyna að breyta hlutum og gera þetta sanngjarnara fyrir okkur öll.“

Tiger, sem þegar hefir unnið 4 sinnum á árinu snýr til Muirfield Village, sem hann ætlar sér að nota sem upphitun fyrir Opna bandaríska risamótið.

14-faldur risamótsmeistarinn (Tiger) er með eina besta byrjun sína á ferlinum á þessu ári.

Að verja titilinn á Memorial verður hins vegar ekki létt verk því 17 af 25 bestu kylfingum heims eru meðal keppenda.