Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2013 | 22:00

Obama heiðursformaður Presidents Cup

Barack Obama mun gegna stöðu heiðursformanns í Presidents Cup næstkomandi október í Muirfield Village. Þetta er í 10. skiptið sem Presidents Cup er haldið.

Fyrir þá sem ekki vita það þá er Forseta bikarinn svipuð keppni og Ryder Cup nema kylfingar allsstaðar að úr heiminum nema Evrópu (þ.e. Alþjóðaliðið) keppir við bestu kylfinga Bandaríkjanna.

Síðast þegar mótið var haldið, 2011, vann lið Bandaríkjanna 19-15.

Obama var líka formaður árið 2009 þegar Bandaríkin unnu 19 1/2 to 14 1/2.

Þetta er í 6. sinn sem forseti hefir gegnt stöðu heiðursformanns. Hinir eru:

1994 — Gerald Ford
1996 — George H.W. Bush
2000 — Bill Clinton
2005 — George W. Bush
2009 — Barack Obama

Framkvæmdastjóri PGA Tour  Tim Finchem virðist spenntur fyrir mótinu. Hér má sjá það sem hann sagði SMELLIÐ HÉR: 

„Það er okkur innilega heiður að Obama forseti skuli enn á ný hafa þegið boð okkar að vera heiðursformaður Forsetabikarsins í október.“

Það er engin pressa á Obama, en Bandaríkjamenn hafa aldrei tapað með forseta sem heiðursformann. Til allrar sanngirni sé gætt, þá töpuðu þeir einu sinni, en engu að síður pressan er á Obama.

Fyrirliðar í Forsetabikarnum Fred Couples (fyrirliði Bandaríkjamanna) og Nick Price (fyrirliði Alþjóðaliðsins) heimsóttu Obama í í Hvíta húsið og má sjá grein um það með því að SMELLA HÉR: