Birgir Björn Magnússon, GK. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2013 | 23:00

Íslandsbankamótaröðin (2): Birgir Björn með 2 erni og efstur eftir 1. dag!!!

Fyrri dagur Unglingamótaraðar Íslandsbanka var leikinn í dag á Strandarvelli að Hellu.

Birgir Björn Magnússon, GK, leiðir yfir mótið í heild eftir 1. dag á glæsilegum 2 undir pari, 68 höggum og var sá eini sem tókst að brjóta 70 í dag.  Birgir Björn leikur í flokki 15-16 ára drengja.  Skorkort hans var einkar glæsilegt en á því voru 2 ernir (á 5. og 14. braut) en einnig 5 fuglar og 7 skollar. Reyndar átti Birgir Björn erfiða byrjun hóf leik með 4 skollum, en náði sér síðan á strik með þessum líka frábæra hætti.

Hér eru önnur úrslit eftir 1. dag á Unglingamótaröð Íslandsbanka:

Drengir 15-16 ára:

1 Birgir Björn Magnússon GK 1 F 37 31 68 -2 68 68 -2
2 Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 1 F 36 34 70 0 70 70 0
3 Gísli Sveinbergsson GK 0 F 35 36 71 1 71 71 1
4 Kristófer Orri Þórðarson GKG 2 F 38 34 72 2 72 72 2

Piltar 17-18 ára:

1 Ragnar Már Garðarsson GKG -1 F 36 34 70 0 70 70 0
2 Aron Snær Júlíusson GKG 1 F 38 36 74 4 74 74 4
3 Ísak Jasonarson GK 4 F 38 37 75 5 75 75 5
4 Stefán Þór Bogason GR 4 F 37 38 75 5 75 75 5

Strákar 14 ára og yngri:

1 Kristján Benedikt Sveinsson GHD 1 F 39 33 72 2 72 72 2
2 Sigurður Arnar Garðarsson GKG 4 F 37 38 75 5 75 75 5
3 Ingvar Andri Magnússon GR 0 F 39 36 75 5 75 75 5
4 Bragi Aðalsteinsson GKG 2 F 38 37 75 5 75 75 5

Telpur 15-16 ára:

1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 4 F 39 36 75 5 75 75 5
2 Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 12 F 43 39 82 12 82 82 12
3 Eva Karen Björnsdóttir GR 13 F 44 39 83 13 83 83 13
4 Birta Dís Jónsdóttir GHD 10 F 40 43 83 13 83 83 13
5 Karen Ósk Kristjánsdóttir GR 13 F 41 42 83 13 83 83 13

Stúlkur 17-18 ára:

1 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 6 F 38 36 74 4 74 74 4
2 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 6 F 39 39 78 8 78 78 8
3 Helga Kristín Gunnlaugsdóttir NK 11 F 42 37 79 9 79 79 9
4 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 7 F 38 42 80 10 80 80 10

Stelpur 14 ára og yngri:

1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 12 F 42 40 82 12 82 82 12
2 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 13 F 41 44 85 15 85 85 15
3 Sunna Björk Karlsdóttir GR 18 F 46 41 87 17 87 87 17
4 Kinga Korpak GS 17 F 47 42 89 19 89 89 19