Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2013 | 06:00

Örvar Samúelsson fór holu í höggi

Örvar Samúelsson, GA, einn högglengsti kylfingur landsins fór holu í höggi á Kopúlfsstaðavelli s.l. fimmtudag, 30. maí 2013, þegar hann var að spila hring með þeim Andra Þór Björnssyni, GR  og Guðmundi Ágúst Kristjánssyni, GR.

Draumahögginu náði Örvar á par-3 9. holunni og notaði til þess 5-járn.

Á facebook síðu Örvars skrifar hann eftirfarandi um afrek sitt:

„Spilaði fyrsta hring sumarsins núna í kvöld og ekki margt fallegt við það enda aukaatriði þegar maður er i góðum félagskap en náði þó að einu frábæru höggi. Hola í höggi á 9 í korpunni  vonandi að þetta setji tóninn fyrir sumarið. „

Golf 1 óskar Örvari til hamingju með ásinn!!!