Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2013 | 23:45

GO: Góð þátttaka í Styrktarmóti Soroptimista – Myndasería

Í dag, 1. júní 2013,  fór fram hið fjölmenna og geysivinsæla styrktarmót Soroptimista á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi, en fjölmargar konur nýttu tækifærið í dag að spila golf og styrkja gott málefni!

Skráðar til leiks voru 174 konur og luku 163 keppni.  Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR:

Veitt voru verðlaun fyrir besta skor, en með besta skor var Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, 78 glæsihögg!

Á 11. braut þurfti sigurvegarinn, Ingunn að hringja í dómarann. Mynd: Golf 1

Á 11. braut þurfti sigurvegarinn, Ingunn (lengst til vinstri) að hringja í dómarann. Mynd: Golf 1

Síðan voru veitt verðlaun fyrir efstu 3 sætin í flokkaskiptri punktakeppni með forgjöf, en verðlaunin voru venju samkvæmt einkar glæsileg:

Í forgjafarflokki 0-20,4 voru sigurvegarar eftirfarandi: 

1 Ingrid Maria Svensson GR 18 F 18 19 37 37 37
2 Sólrún Steindórsdóttir GO 17 F 20 14 34 34 34
3 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 3 F 18 15 33 33 33
4 Marólína G Erlendsdóttir GR 19 F 20 13 33 33 33

Ingunn tók ekki verðlaun fyrir 3. sætið í punktakeppninni þar sem hún vann höggleikinn. 

Í forgjafarflokki 20,5-36 voru sigurvegarar eftirfarandi: 

1 Dóra Ingólfsdóttir GHR 31 F 28 16 44 44 44
2 Guðrún Einarsdóttir GK 27 F 22 16 38 38 38
3 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir GK 23 F 21 16 37 37 37