Sigurður Bjarki Blumenstein
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2021 | 09:45

Bandaríska háskólagolfið: Sigurður Blumenstein og Dagbjartur Sigurbrands við keppni í Illinois

GR-ingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson og Sigurður Bjarki Blumenstein eru við keppni í Sugar Grove, Illinois á Rich Harvest Farms Intercollegiate.

Mótið fer fram 2.-4. október 2021 og eru þátttakendur 80 frá 12 háskólum.

Eftir fyrstu 2 dagana er Sigurður Bjarki T-9, búinn að spila á samtals 3 undir pari, 141 höggi (70 71).

Þetta er 2. mótið sem Sigurður spilar í, í bandaríska háskólagolfinu – hann lék sem einstaklingur í 1. móti sínu, VCU Shootout í Virginíu og náði að verða T-23 með skor upp á samtals 2 undir pari, 214 högg (70-74-70).

Dagbjartur er T-24, búinn að spila á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (75 69).

Fylgjast má með íslensku keppendunum með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Sigurður Bjarki Blumenstein.