Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2021 | 08:00

PGA: Sam Burns sigraði á Sanderson Farms

Það var Sam Burns, sem sigraði á Sanderson Farms Championship, sem var mót vikunnar á PGA Tour.

Mótið fór fram í Country Club of Jackson, í Jackson, Mississippi, 30. september – 3. október 2021.

Sigurskor Burns var 22 undir pari, 266 högg (68 66 65 67).

Í 2. sæti urðu þeir Nick Watney og Cameron Young; báðir aðeins 1 höggi á eftir Burns.

Fyrir sigurinn hlaut Burns $1,260,000 (u.þ.b. 167 milljónir íslenskra króna).

Sam Burns er fæddur 23. júlí 1996 og því 25 ára. Þetta er 2. sigur hans á PGA Tour – sá fyrri kom 2. maí á þessu ári á Valspar Championship.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Sam Burns með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Sanderson Farms Championship með því að SMELLA HÉR: