Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Íslendingarnir úr leik á Swiss Challenge

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í Swiss Challenge, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu og fór fram 30. september – 3. október 2021.

Mótsstaður var Golf Saint Apollinaire, Michelbach-Le-Haut, í Frakklandi.

Skemmst er frá því að segja að hvorugur þeirra komst gegnum niðurskurð; það þurfti að vera á samtals 4 undir pari eða betra til þess að komast gegnum niðurskurðinn.  Guðmundur Ágúst var nálægt því að komast var á samtals 2 undir pari en Haraldur nokkuð langt frá því að ná, á samtals 5 yfir pari.

Sigurvegari mótsins varð Daninn Marcus Helligkilde, en hann lék á samtals 25 undir pari  263 höggum (65 67 62 69) – ótrúlega lág skor í mótinu!

Sjá má lokastöðuna á Swiss Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Aðalmyndagluggi: Klúbbhúsið í Golf Saint Apollinaire, þar sem Swiss Challenge fór fram.