Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar T-8 á JT Poston mótinu
Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í WCU tóku þátt í JT Poston Invitational, sem fram fór 27.-28. september sl. Mótsstaður var Country Club of Sapphire Valley í Sapphire, Norður-Karólínu. Þátttakendur í mótinu voru 87 frá 14 háskólum. Tumi lék á samtals 3 yfir pari, 216 höggum (73 71 72) og varð T35 í einstaklingskeppninni – jafnframt var hann á 2. besta skori liðs síns. WCU varð í 8. sæti í liðakeppninnni. Til þess að sjá lokastöðuna á JT Poston Invitaional SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Tuma & félaga í WCU er 11. otkóber n.k.
Afmæliskylfingur dagsins: Fannar Ingi Steingrímsson – 7. október 2021
Það er klúbbmeistari GHG 2018 Fannar Ingi Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Fannar Ingi er fæddur 7. október 1998 og er því 23 ára afmæli í dag. Fannar Ingi er í GHG, þ.e. Golfklúbbi Hveragerðis. Fannar Ingi spilaði á Arionbankamótaröðinni 2012 með góðum árangri. Sem fyrr tók Fannar Ingi einnig þátt í nokkrum mótum erlendis með góðum árangri. Þannig keppti hann í maí 2013 á US Kids European Championship sem fram fór á golfvelli Luffness New Golf Club í Skotlandi. Þar lauk Fannar Ingi keppni í 2. sæti. Eftirminnilegasta afrek Fannars Inga frá árinu 2013 er e.t.v. 2. mótið á Íslandsbankamótaröðinni, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Þar sigraði Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól T-9 og Gerður T-44 á Grace Shin Inv.
Kristín Sól Ragnarsdóttir GM og Gerður Ragnarsdóttir, GR tóku þátt í Grace Shin Invitational mótinu, sem fram fór 4.-5. október sl. í Golf Club of Edmonton, í Oklahoma. Þátttakendur voru 108 frá 20 háskólum. Kristín Sól spilaði sem einstaklingur og náði glæsilegum árangri; varð T-9 – lék hringi sína á 4 yfir pari, 146 höggum (73 73). Hún hefði verið með 3. besta skorið hefði hún spilað með liðinu. Kristínar Sól var getið á vefsíðu RSU, en liðið sigraði í liðakeppninni í mótinu. Sjá má umfjöllun um Grace Shin Inv. mótið, þ.á.m. árangur Kristínar Sól á vefsíðu RSU með því að SMELLA HÉR: Gerður Ragnarsdóttir var í liði Cameron, sem Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ingi & félagar í 1. sæti á Battlin Bear´s Invitational
Daníel Ingi Sigurjónsson, GV, og félagar í Rocky Mountain tóku þátt í Battlin Bear´s Invitational. Mótið fór fram 4.-5. október sl. Þátttakendur voru 38 frá 5 háskólum. Skemmst er frá því að segja að skólalið Daníels Inga, Rocky Mountain varð í 1. sæti. Daníel Ingi varð í 12. sæti í einstaklingskeppninni – lék á 6 yfir pari, 219 höggum (75 70 74). Næsta mót Daníels Inga og Rocky Mountain er Grob Cup, sem fram fer 14. október n.k.
Paige Spiranac með ás … og hlaut faðmlag frá Gary Player að launum
Sl. mánudag, 4. október 2021, tók Paige Spiranac þátt í Berenberg Invitational golfmótinu, í Bedford, New York. Spiranac er sá kylfingur sem á flesta fylgjendur á Instagram, jafnvel fleiri en Tiger Woods og Rory McIlroy. Þegar kom að par-3 135 metra 14. holunni í Glen Arbor golfklúbbnum, þar sem mótið fór fram, fékk Spiranac ás!!! Gary Player fylgdist með og hlaut Paige faðmlag að launum frá honum, sbr. mynd hér að neðan Spiranac sagði eftir ásinn að þetta hefði verið „Svalasta stund lífs (hennar)“
LPGA: Nelly Korda líkleg til að hljóta helstu heiðursviðurkenningarnar
Nú þegar nálgast lokin á keppnistímabilinu á LPGA, (aðeins 4 mót eftir ) á Nelly Korda möguleika á að skrá sig í golfsögubækurnar. Í ár hefir hún sigrað á 1 risamóti, 3 öðrum mótum sem og fengið gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Nelly hefir tækifæri til að verða fyrsti bandaríski kylfingurinn, allt frá því Stacy Lewis tókst það, árið 2014, til að hljóta fleiri en 1 heiðursviðurkenningu í lok keppnistímabilsins. Nelly er sem stendur nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna og leiðir í næstum öllum stigalistum og er efst á peningalistanum. Þau verðlaun og heiðursviðurkenningar sem hún er næsta örugg um að hljóta eru m.a. Rolex kylfingur ársins og CME Globe (fyrir að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Valur Dan Jónsson – 6. október 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Valur Dan Jónsson, Valur fæddist 6. október 1981 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honumi til hamingju með afmælið hér að neðan: Valur Dan Jónsson (40 ára – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John O. Barnum, f. 6. október 1911 – d. 30. október 1996; Alice Bauer, 6. október 1927 – d. 6. mars 2002 (einn af stofnendum LPGA); Ásdís Helgadóttir 6. október 1960 (61 árs); Pam Kometani, 6. október 1964 (57 ára); Martha Richards, 6. október 1969 (52 ára); Guðmundur Hilberg Jónsson, 6. október 1969 (52 ára); Birgir Hermannsson, 6. október Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Inga Þöll Þórgnýsdóttir – 5. október 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Inga Þöll Þórgnýsdóttir. Inga Þöll er fædd 5. október 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Inga er bæjarlögmaður Akureyrar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Ingu Þöll til hamingju með afmælið Inga Þöll Þórgnýsdóttir – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margrét Grímlaug Kristjánsdóttir, 5. október 1958 (63 ára); Inga Þöll Þórgnýsdóttir, 5. október 1961 (60 ára MERKISAFMÆLI); Geir Hörður Ágústsson GÓ, 5. október 1962 (59 ára) Laura Davies, 5. október 1963 (58 ára); Sigurveig Árnadóttir, 5. október 1965 (56 ára); Paul Moloney, 5. október 1965 (56 Lesa meira
EM golfklúbba: GR varð í 14. sæti
Golfklúbbur Reykjavíkur (þ.e. Berglind Björnsdóttir, Nína og Ásdís Valtýsdætur og Eva Karen Björnsdóttir) tók þátt í EM golfklúbba. Mótið fór fram dagana 30. september – 2. október sl í í Golf de Fontainebleau, Frakklandi Þrír leikmenn voru í hverju liði. Keppt var í höggleik og tvö bestu skorin töldu í hverri umferð. Sveit GR varð í 14. sæti af 17 golfklúbbum, sem þátt tóku Til þess að sjá lokastöðuna á EM golfklúbba SMELIÐ HÉR: Í aðalmyndaglugga f.v.: Berglind, systurnar Nína og Ásdís og lengst til hægri Eva Karen. Mynd: GSÍ
Afmæliskylfingur dagsins: Ari Sigvaldason –—– 4. oktober 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Ari Sigvaldason en hann er fæddur 4. október 1966 og á því 55 ára afmæli í dag!!! Komast má á heimasíðu afmæliskylfings dagsins til þess að óska Ara til hamingju með daginn hér að neðan: Ari Sigvaldason (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bonnie Bryant, 4. október 1943 (78 ára); Bjarney Guðmundsdóttir, 4. október 1953 (68 ára); Sherri Turner, 4. október 1956 (sigurvegari í LPGA meistaramótinu 1988 – 65 ára); Kolbrún Ólafsdóttir, 4. október 1962 (59 ára); Haukur Holm Hauksson, 4. október 1962 (59 ára); Patti Berendt, 4. október 1963 (58 ára); Helgi Jóhannsson, 4. október 1963 (58 Lesa meira









