Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2021 | 08:45

LET: Guðrún Brá lauk keppni á Estrella Damm

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í móti vikunnar á LET; Estrella Damm Ladies Open.

Mótið fór fram 1. -3. október 2021 í Club de Golf Terramar á Spáni.

Guðrún Brá lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (71 73 78) og varð T-47.

Sigurvegari mótsins varð Maja Stark, frá Svíþjóð en hún lék á samtals 8 undir pari, 208 höggum (74 69 65).

Sjá má lokastöðuna á Estrella Damm Ladies Open með því að SMELLA HÉR: