Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Lárusson – 2. október 2021

Það er Magnús Lárusson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Magnús er fæddur 2. október 1985 og á því 36 ára afmæli í dag. Magnús er formaður Golfklúbbsins Esju, sem m.a. sigraði í 4. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba nú í ár og var Magnús í sigursveitinni. Magnús er einnig klúbbmeistari GJÓ mörg undanfarin ár. Sjá má gamalt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

Magnús Lárusson (35 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Neumann Cook, f. 2. október 1957 (64 ára); Pálmi Gestsson, 2. október 1957 (64 ára); Libby Wilson, f. 2. október 1963 (58 ára); Björk Vilhelmsdóttir, 2. október 1963 (58 ára); Margrét María Sigurðardóttir 2. október 1964 (57 ára); Phill Hunter, 2. október 1964 (57 ára); Sigridur Helga Völundardottir 2. október 1967 (54 ára); Craig Kanada, f. 2. október 1968 (53 ára); Brent Delahoussaye, f. 2. október 1981 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Sophia Popov, f. 2. október 1992 (29 ára); Anne Van Dam, 2. október 1995 (26 ára);  Ari Ívars …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is