Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2021 | 06:00

LPGA: Boutier sigraði á Shoprite LPGA Classic

Það var Solheim Cup kylfingurinn franski Celine Boutier, sem sigraði á Shoprite LPGA Classic mótinu, sem fram fór 1.-3. október 2021 í Galloway, New Jersey.

Sigurskor Boutier var 14 undir pari, 199 högg (66 70 63).

Fyrir sigurinn hlaut Boutier $262,500 (tæpar 35 milljónir íslenskra króna).

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Celine Boutier með því að SMELLA HÉR: 

Celine Boutier er fædd 10. nóvember 1993 og því 27 ára. Þetta er 2. sigur Boutier á LPGA, en fyrir á hún einnig 2 sigra á Symetra Tour og 3 sigra á LET. Besti árangur Boutier á risamóti til þessa er T-5 árangur á US Women´s Open árið 2019.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Boutier voru þær Brooke Henderson frá Kanada og Jin Young Ko og Inbee Park frá S-Kóreu.

Sjá má lokastöðuna á Shoprite LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: