Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2013 | 08:45

Heimslistinn: Kuchar í 4. sæti

Eftir sigurinn glæsilega á The Memorial móti Jack Nicklaus í Dublin, Ohio, hefir Matt Kuchar færst upp í 4. sætið og hefir aldrei verið ofar á heimslistanum.

Mikko Ilonen sem vann Nordea Masters mótið nú um helgina var í 114. sæti heimslistans fyrir helgina en fer upp um 35 sæti á heimslistanum. Hann er nú kominn í 69. sætið, þ.e. vel inn á topp-100 og nálgast óðfluga 50. sætið.

Sjá má stöðuna á heimslistanum í heild með því að SMELLA HÉR: 

Staða efstu manna á topp 10 er eftirfarandi:

1. sæti Tiger

2. sæti Rory McIlroy

3. sæti Adam Scott

4. sæti Matt Kuchar

5. sæti Justin Rose

6. sæti Brandt Snedeker

7. sæti Luke Donald

8. sæti Graeme McDowell

9. sæti Louis Oosthuizen

10. sæti Phil Mickelson