Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2013 | 22:00

Evróputúrinn: Manassero kylfingur maímánaðar

Matteo Manassero var útnefndur kylfingur maímánaðar eftir frábæran sigur sinn á BMW PGA Championship, flaggskips viðburð Evrópumótaraðarinnar í Wentworth Club, Surrey á Englandi, en með því afreki sínu hélt hann áfram að skrifa sig í metabækur.

Matteo, sem hlaut ágrafinn grip/disk og risastóra flösku af Moët & Chandon kampavíni, vann fyrst Skotann Marc Warren og síðan Simon Khan á 4. holu bráðabana 37 dögum eftir 20 ára afmælisdag sinn.

Eftir að verða sá yngsti árið 2009 til þess að sigra Amateur Championship og þar að auki fyrsti Ítalinn til að sigra mótið hélt Manassero áfram og varð sá yngsti til að vinna silfurmedalíuna í Opna breska (2009) og jafnframt varð hann yngsti sigurvegari á Evrópumótaröðinni þegar hann vann CASTELLÓ MASTERS  í Costa Azahar árið 2010, þá 17 ára og 188 daga ungur.

Með sigrum sínum á Maybank Malaysian Open árið 2011 og Barclays Singapore Open 2012 varð Manassero fyrsti táningurinn til að sigra 3 sinnum á mótum Evrópumótaraðarinnar og sigur hans rúmlega 20 ára á 30. móti BMW PGA Championship gerði hann að yngsta sigurvegara í sögu mótsins, en mótið fór fyrst fram árið 1955.

Matteo Manassero sagði: „Að sigra í BMW PGA Championship var svo sannarlega hápunktur ferils míns til þess að að vinna nú titilinn kylfingur mánaðarins er reglulegur bónus. Þegar við sjáum Brett [Rumford] sigra 2 mót í röð og Graeme [McDowell] vinna World Match Play Championship þá var samkeppnin virkilega erfið þannig að ég er mjög stoltur af því að hafa verið valinn kylfingur mánaðarins og ég mun setja þennan grip við hliðina á BMW PGA Championship verlaunagripnum mínum.“

Í valnefnd á kylfingi mánaðarins á Evrópumótaröðinni eru félagar í sambandi golffréttaritara og sjónvarps- og útvarpsfréttamenn og þeir voru einróma í vali sínu á Manassero þrátt fyrir ýmsan góðan árangur í maí sérstaklega af hálfu Brett Rumford (sigurvegara Volvo China Open) sem vann tvö mót í röð; Graeme McDowell (sem vann Volvo World Match Play Championship); Peter Uihlein, sem vann fyrsta sigur sinn á Madeira Islands Open í Portugal og Mikko Ilonen sem vann Nordea Masters ….. ásamt Austurríkismanninum Bernd Wiesberger og James Kingston frá Suður-Afríku, sem sigruðu á öðrum stöðum í heiminum.

Michael Harris, ritsjtóri Golf Monthly sagði: „Þetta var mjög, mjög erfiður mánuður að velja kylfing mánaðarins eftir frækna sigra Brett Rumford og Graeme McDowell, fyrsta sigur Peter Uihlein, frábæra endurkomu Mikko Ilonen. Engu að síður hlýtur Mattero Manassero atkvæðið með framúrskarandi sigri sínum – þar sem hann var 2 högg fyrir aftan forystuna en sigraði síðan í erfiðum þriggja manna bráðabana, og varð þannig yngsti sigurvegari mótsins og vann 4. titil sinn á Evrópumótaröðinni litlu eldri en 20 ára í grænum buxum á Wentworth sem hrærði upp ánægjulegar minningar um Seve.“

Matteo Manassero kemur nú til greina ásamt Chris Wood (kylfingur mánaðarins janúar); Darren Fichardt (febrúar); Marcel Siem (mars) og Raphaël Jacquelin (apríl) að verða valinn kylfingur ársins og feta þar með í fótspor sigurvegara síðasta árs, Rory McIlroy.