Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2013 | 10:00

25 ára afmælisstúdentar frá MR 1988 tóku hring í Grafarholtinu

Þann 1. júní 2013, var haldið upp á að fríður hópur ungmenna útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík fyrir um 25 árum síðan, þ.e. árið 1988.

Um daginn var tekinn golfhringur í Grafarholtinu og mættu 8 vaskir kylfingar úr árgangnum og skemmtu sér vel í golfi saman, eftir rækilega upphitun.

Mjór er mikils vísir og er þegar farið að tala um að stofna golfklúbb þessa frábæra árgangs 1988 úr MR, því eflaust hafa miklu færri mætt en vildu, en árgangurinn telur á 2. hundrað manns.   Golf er kjörið tækifæri að halda öllum unglegum og frískum og kjörið tækifæri til að hittast og skemmta sér.

Um kvöldið hélt skemmtunin síðan áfram með fyrir og eftir partýum, mat og drykk og hátíðisdagskrá á Hótel Sögu og eru menn sammála um að einstaklega vel hafi tekist til í alla staði.

Það er alltaf gaman þar sem MR-ingar koma saman, hvort heldur er innan sem utan vallar.