Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2013 | 23:00

Skjólstæðingur Trump tryggði sér sæti á Opna bandaríska

John Nieporte var kominn að niðurlotum sumarið 2001.

Atvinnumaðurinn var orðinn dauðþreyttur á að ferðast á milli smá-mótaraða og banka stöðugt á dyr þess að vera e.t.v. að „meika það.“

„Ég sagði við konu mína að ég ætlaði að sjá hvernig mér gengi í New York State Open. Ég var orðinn pirraður. Þannig ef mér gengi ekki vel ætlaði ég að fara aftur að vinna við fasteignasölur í Flórída,“ sagði Nieporte eftir að hann náði í 3. og síðasta sætið í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska á Ritz-Carlton Members Club með fugli á 3. holu bráðabana snemma í morgun.

Golfguðirnir verðlaunuðu vinnu hans 12 árum áður með sigri á hinum fræga golfvelli Bethpage Black, sem vakti nokkra athygli blaðamanna í New York þess tíma vegna þess að Opna bandaríska fór fram á vellinum 2002.

Það sem var kannski mikilvægara fyrir Nieporte og feril hans var að athygli billjónamæringsins Donald Trump var vakin á honum.

Trump minnist Nieporte sem 29 ára draumóramanns, sem var kylfusveinn hans á Trump International golfvellinum í West Palm Beach í Flórída um helgar og bar poka hans þegar Trump varð klúbbmeistari.

„Það var ekki mín vegna, það er vegna þess að þessi náungi (Trump) er ótrúlegur púttari,“ sagði Nieporte, sem er sonur fyrrum NCAA meistara og golfkennara til langs tíma á Winged Foot, Tom Nieporte.

Nieporte yngri sneri aftur til Trump International og vann næstu 2 árin eftir sigur sinn á Bethpage í golfbílaskúr vallarins á veturna. Síðan bankaði tækifærið stóra á dyrnar: Trump International vantaði golfkennara og Nieporte fannst hann uppfylla skilyrðin.

Eftir að hafa borið kylfur Trump enn eitt skiptið gaf Nieporte sig á tal við Trump um stöðuna. Trump vildi „kylfing sem gæti kennt og kennara sem gæti spilað,“ rifjaði Nieporte upp.

„Hr. Trump, ég get spilað og kennt. Ég er bara að gera þetta til þess að sjá fyrir fjölskyldu minni,“ sagði Nieporte við Trump.

Trump bað Nieporte að koma aftur daginn eftir, ekki í kylfuberasvuntunni heldur í golffötum og með golfpokann.

Þennan sunnudagsmorgun breyttist líf Nieporte til hins betra – jafnvel þó hann væri yfirmáta taugaóstyrkur.

„Þarna var ég þennan sunnudagsmorgun og spilaði við Hr. Trump, skalf eins og lauf og man ekki eftir að hafa fundið fyrir drævernum í höndunum á mer.“

Það var fremur ólíkt Nieporte að vera stressaður því hann hafði jú spilað í mótum á borð við South African Open og átt hringi með mönnum á borð við Jack Nicklaus og Fred Couples.

„Ég sagði Hr. Trump að ég væri stressaður. Honum virtist líka það, en hann sagði mér bara að reyna að spila eins og ég gerði venjulega. Ég var kominn á 5 undir par á fyrri 9.“ „Og þá veitti hann mér stöðuna.“

Eftir að hafa verið í Palm Beach flutti Trump Nieporte upp á völl sinn í Westchester í N.Y. en Nieporte sýndi mikinn metnað að verða yfirkennari á Trump International.  Trump var ekki hrifinn í fyrstu af þeirri hugmynd.

Nieporte minnist þess atburðar sem varð til þess að hann fékk fyrsta starfið sitt sem golfkennari, en hann pantaði sér tíma til að ræða við Trump í Trump Towers.

Trump samþykkti að hitta hann og grillaði síðan aumingja Nieporte í meira en 2 tíma. Nieporte man eftir að hann hugsaði „Hamingjan sanna, ég er á skrifstofu Trump.“

Og aftur hlaut hann starfið, þannig að Nieporte gat flutt með konu sinni og 4 dætrum tilbaka til Suður-Flórída.

„Ég varð að hafa fyrir því. Hann ætlaði ekki bara að láta mig fá starfið. Ég varð að standa fyrir mínu. En fyrir mig og fjölskylduna var heimsþunganum, sem hvíldi á öxlum mér loks létt,“ sagði Nieporte, 46 ára, sem gegndi þessu starfi síðan í 8 ár.

Nú í morgun borgaði fjárfesting/trú Trump á þessum ákveðna manni, Nieporte, sig.

Og svo mikið er víst að athygli Hr. Trump er örugglega vakin…. nú þegar skjólstæðingur hans er þátttakandi í einu risamóti golfsins….

Opna bandaríska!  Það verður spennandi að sjá hvað Nieporte gerir gegn stórstjörnunum!!!