Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2013 | 23:30

Glæsilegum Golfdögum lokið – Úrslit

Kringlan og GSÍ stóðu fyrir golfdögum í Kringlu, dagana 30.maí – 2.júní. Fjölmargar verslanir buðu glæsileg tilboð og boðið var upp á áhugaverðar golftengdar kynningar og fræðslu í göngugötu. Mikill fjöldi lagði leið sína í Kringluna þessa daga og ljóst að golfáhugi almennings er mikill.

Fjöldinn og stemningin náði hámarki á laugardag þegar keppni fór fram um hver gæti slegið lengst í golfhermi, en auk þess var skemmtileg púttkeppni í gangi á sama tíma. Vel á þriðja hundrað manns tóku þátt í keppnunum enda til mikils að vinna því í boði voru glæsileg verðlaun.

Keppnin um lengsta “drævið” var hörð og spennandi og keppt var bæði í karla – og kvennaflokki og mættu sumir meira að segja með eigin kylfur í keppnina. Tveir kvenkeppendur slógu jafnlangt og þurfti að draga um verðlaun. Þriðja sæti karla var fengið með sama hætti.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Lengsta dræv kvenna:

1. sæti Birta Dís Jónsdóttir, 206 m. Í verðlaun hlaut hún Ecco golfpoka og glæsilegan bikar frá versluninni Meba.

2. sæti Karen Guðnadóttir 191 m. Í verðlaun hlaut hún gjafakort frá versluninni Boss

3. sæti Hallbera Eiríksdóttir 191 m. Í verðlaun hlaut hún, golfhring fyrir 4 á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur.

Lengsta dræv karla:

1.sæti Alfreð Brynjar Kristinsson, 278 m. Í verðlaun fær hann Ecco golfpoka og glæsilegan bikar frá versluninni Meba.

2.sæti Kristinn Árnason, 270 m. Í verðlaun fær hann gjafakort frá versluninni Boss

3. sæti . Axel Bóasson, 266 m. Í verðlaun fær hann golfhring fyrri 4 á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur.

Púttkeppni:

Keppt var á tveimur , lúmskt erfiðum brautum. Áttu keppendur að koma 4 boltum í holu og fengu til þess 5 tilraunir. Aðeins örfáir einstaklingar náðu þeim einstaka árangri að komast pútthringinn á 4 höggum. Dregið var úr þeim hópi og hljóta 3 aðilar verðlaun.

1.sæti Jökull Schiöth. Í verðlaun fær hann 20.000 kr gjafabréf frá ZO-On

2. sæti Jóhannes Elíasson. Í verðlaun fær hann 15.000 kr gjafabréf frá ZO-On

3.sæti Þorvaldur Sigurðsson. Í verðlaun fær hann 10.000 kr gjafabréf frá ZO-On

Vinningshafar eru beðnir að vitja vinninga á þjónustuborði Kringlunnar fyrir 15.júní nk.

Kringlan og GSÍ þakkar frábærar viðtökur og allt eins líklegt að golfdagar verði árlegur viðburður héðan í frá.