Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 16:00

Eimskipsmótaröðin (2): Anna Sólveig leiðir fyrir lokahringinn

Veður úti í Vestmannaeyjum á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar mætti vera betra, það er þoka, kuldi og rigning.

Þær breytingar urðu á forystunni í kvennaflokki mótsins að Anna Sólveig Snorradóttir, GK,  hefir í dag tekið forystu, lék Vestmannaeyjarvöll á tveimur yfir pari, 72 höggum. Á hringnum fékk hún 3 fugla, 12 pör, 1 skolla og 2 skramba, annan á par-4 13. holunni, sem reynist mörgum svo erfið.  Hún tók skrambann samt aftur strax á 14. og 15. holunum þar sem hún var með fugla, en fékk síðan annan skramba á 17. holu!  Samtals er Anna Sólveig búin að spila á 6 yfir pari, 146 höggum (74 72).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Signý Arnórsdóttir, GK,  á samtals 7 yfir pari, 147 höggum (75 72).

Í 3. sætinu er síðan  Karen Guðnadóttir, GS, sem búin er að spila á samtals 8 yfir pari en í 4. sætinu er forystukona gærdagsins, Ingunn Gunnarsdóttir á samtals 9 yfir pari.  Tinna Jóhannsdóttir, GK er síðan í 5. sæti en hún átti góðan hring upp á 72 högg í dag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í kvennaflokki á Securitasmótinu SMELLIÐ HÉR: