Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 17:25

Birgir Leifur í 13. sæti eftir 3. dag!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í D + D Czech Challenge Open, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.  Mótið fer fram í Golf & Spa Kunetická Hora í Drftec, í Tékklandi dagana 6.-9. júní 2013.

Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á samtals 11 undir pari,  205 höggum (69 65 71) og deilir 13. sætinu með Raymond Russell frá Skotlandi!!!

Glæsilegt hjá Birgi Leif!

Það verður gaman að sjá í hvaða sæti Birgir Leifur lendir á morgun, lokadag mótsins. Golf 1 óskar Birgir Leif góðs gengis!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Czech Open SMELLIÐ HÉR: