Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 17:30

Eimskipsmótaröðin (2): Andri Þór á 64 glæsihöggum í Eyjum!!!

Andri Þór Björnsson, GR, var að ljúka 2. hring á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas-mótinu, sem fram fer úti í Eyjum.

Andri Þór lék á 6 undir pari, 64 glæsihöggum!!!

Andri Þór fékk hvorki fleiri né færri en 7 fugla og örn (á par-5, 16. brautinni) , 7 pör en líka 3 skolla!!! Stórglæsilegur hringur hjá Andra Þór!!!

Andri Þór er því samtals búinn að spila á 6 undir pari, 134 höggum (70 64) og hefir tekið forystu í mótinu en örfáir eiga eftir að ljúka leik og spennan mikil hvort Andri Þór hafi með flottum hring sínum í dag náð forystunni í mótinu.  Nú rétt í þessu voru tölur að koma inn um að Andri Þór leiðir einn á 6 undir pari. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG hélt sínu í dag er í 2. sæti á 5 undir pari, sem er ekki síður flott og Ragnar Már Garðarson, GKG, er í 3. sæti eftir að hafa komið inn á 4 undir pari!  Glæsilegir taktar úti í Eyjum í dag!!!

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: