Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 18:30

Eimskipsmótaröðin (2): Viðtal við Andra Þór Björnsson sem leiðir eftir 2. dag í Eyjum!

Andri Þór Björnsson, GR átti frábæran hring á 2. degi 2. móts Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas-mótinu úti í Eyjum í dag.  Hann lék í tveimur orðum ótrúlega flott golf – var á 6 undir pari, 64 höggum.  Golf 1 tók stutt viðtal við Andra Þór.

Golf 1:  Sæll Andri Þór og til hamingju með þennan flotta hring! Hvað var að ganga upp í dag?

Andri Þór:  Ég var að pútta vel og chippa og stutta spilið var í lagi.

Golf 1:  Hvernig er að vera farinn að spila aftur á Íslandi miðað við Louisiana?

Andri Þór:  Það er breyting eins og allir væntanlega gera sér grein fyrir. Það er meiri vindur og kaldara en það er alltaf gott að vera kominn heim. Manni líður alltaf best heima.

Golf 1:  Veðrið hefir ekki haft nein áhrif á þig eða hvað?

Andri Þór:  Það var allt í lagi veður í dag – smá rigning og smá vindur en annars fínt veður þannig séð.

Golf 1: Hvernig finnst þér Vestmannaeyjavöllur?

Andri Þór:  Mér finnst hann alger snilldl Hann er stuttur og maður má í raun slá hvert sem er – Mér finnst alltaf gaman að koma til Eyja.

Golf 1:  Hvert er planið fyrir morgundaginn?

Andri Þór:  Það er bara að gera það sama og í gær. Ég er með ekkert sérstakt plan – Ég ætla að hafa gaman.  Maður er með sitt leikskipulag og maður verður bara að halda því.