Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 16:00

Monty: Áhorfendur munu púa á Garcia

Colin Montgomerie er viss um að Sergio Garcia muni hljóti ansi fjandsamlegar viðtökur hjá bandarískum áhorfendum á Opna bandaríska, jafnvel þó nú virðist sem hann hafi beðið Tiger afsökunar á „djúpsteiktar kjúklings“ kommenti sínu.

Aðspurður um hvort áhorfendur myndu púa á Garcia þá sagði Monty: „Já, ég er ansi hræddur um það, sem er sorglegt fyrir leikinn.“

„Við verðum að muna að við erum aðeins í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá New York; þetta eru líflegir áhorfendur og ég held að það verði púað á hann (á Merion í Pennsylvaníu).“

„Við töluðum saman í Wentworth (á BMW PGA Championship) þegar ég sagði „Vel gert hjá þér að ná niðurskurði,“ og hann (Garcia) svaraði: „Þetta verður erfiðara í Bandaríkjunnum.“

„Ég (Monty) svaraði bara: „Ég veit, en þú verður bara að spila þitt golf.“ Það er allt sem hann getur gert.“