Sunna. Photo: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 23:00

Sunna best á 1. hring

Það voru heldur erfiðar aðstæður, sem keppendur á Ladies’ British Open Amateur Championship, sem hófst í morgun þurftu að glíma við, mikill vindur og rigning. Sunna Víðisdóttir, GR lék best  Íslensku keppendana eða á 76 höggum, 4 yfir pari hún er sem stendur í 47.-62. sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR, lék á 77 höggum, 5 yfir pari og er í 63.-80. sæti. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék á 79 höggum, 7 yfir pari og er í 90.-103. sæti. Á morgun verða leiknar 18 holur en eftir þann hring kemur í ljós hverjar fara áfram í holukeppnina, en 64 kylfingar komast áfram.

Caroline Nistrup frá Danmörku lék best allra í dag en hún lék á 68 höggum eða 4 undir pari.

 Hér má sjá skor keppenda: SMELLIÐ HÉR: 

Hér má sjá upplýsingar um völlinn: SMELLIÐ HÉR: 

Heimild: GSÍ