Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 08:00

Tiger og Garcia tókust í hendur

Deila Tiger og Sergio Garcia hefir farið fjöllunum hærra í golffjölmiðlum á undanförnum mánuðum.  Allt frá því Garcia kenndi Tiger um að taka kylfu úr poka sínum og trufla sig með því þar sem áhorfendur á the Players fóru að klappa að því að Garcia sagðist á blaðamannafundi fyrir BMW PGA mótið í Wentworth myndu bera fram „djúpsteiktan kjúkling“ fyrir Tiger, ef hann byði honum í mat á Opna bandaríska.

Og nú í þessari viku hefst einmitt Opna bandaríska á Merion golfvellinum, í Ardmore, Pennsylvaníu. Flestar stórtstjörnurnar eru mættar og eru að æfa sig fyrir mótið og Tiger og Garcia þar engin undantekning.

Þeir hittust á æfingasvæði Merion í gær og tókust í hendur.  Vestur í Bandaríkjunum er þetta nefnt „handartakið“ eða „The Handshake.“

Tiger var fáorður um hvað þeim félögum hefði farið á milli „ég ætla bara ekkert út í það“ sagði hann.