Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 07:55

Heimslistinn: English í 84. sæti

Harris English sigraði á FedEx St. Jude Classic nú um helgina en þetta var fyrsti sigur hans á PGA Tour. Fyrir utan að hljóta tékka upp á rúma $ 1 milljón dollara fór English inn á topp-100 á heimslistanum.

Fyrir síðustu helgi var English enn í 139. sætinu en hækkar sig um 55 sæti og er kominn í 84. sætið.

Hollendingurinn Joost Luiten, sem var að vinna 2. mót sitt á Evrópumótaröðinni, þ.e. Lyoness Open í Austurríki er sömuleiðis kominn á topp-100, hækkaði sig um 41 sæti úr 137 í 96. sætið.

Lítil breyting er meðal efstu 10 á heimslistanum. Engar breytingar eru meðal efstu 5: Tiger er enn í efsta sæti; Rory í 2. sæti; Adam Scott í 3. sæti; Matt Kuchar í 4. sæti og Justin Rose í 5. sæti.  Síðan er breyting í 6. sæti en þar hefir Luke Donald sætaskipti við Brandt Snedeker en Luke er nú kominn í 6. sæti og Snedeker að sama skapi dottinn fer niður í 7. sætið.

Allt er óbreytt síðan: Graeme McDowell er enn í 8 . sæti; Louis Oosthuizen í 9. sæti og Phil Mickelson í 10. sæti.

Til þess að sjá stöðuna á heimslistanum þessa vikuna SMELLIÐ HÉR: