Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2021 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar T-8 á JT Poston mótinu

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í WCU tóku þátt í JT Poston Invitational, sem fram fór 27.-28. september sl.

Mótsstaður var Country Club of Sapphire Valley í Sapphire, Norður-Karólínu.

Þátttakendur í mótinu voru 87 frá 14 háskólum.

Tumi lék á samtals 3 yfir pari, 216 höggum (73 71 72) og varð T35 í einstaklingskeppninni – jafnframt var hann á 2. besta skori liðs síns.

WCU varð í 8. sæti í liðakeppninnni.

Til þess að sjá lokastöðuna á JT Poston Invitaional SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Tuma & félaga í WCU er 11. otkóber n.k.