Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2021 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ingi & félagar í 1. sæti á Battlin Bear´s Invitational

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV, og félagar í Rocky Mountain tóku þátt í Battlin Bear´s Invitational.

Mótið fór fram 4.-5. október sl.

Þátttakendur voru 38 frá 5 háskólum.

Skemmst er frá því að segja að skólalið Daníels Inga, Rocky Mountain varð í 1. sæti.

Daníel Ingi varð í 12. sæti í einstaklingskeppninni – lék á 6 yfir pari, 219 höggum (75 70 74).

Næsta mót Daníels Inga og Rocky Mountain er Grob Cup, sem fram fer 14. október n.k.