Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2021 | 05:30

Paige Spiranac með ás … og hlaut faðmlag frá Gary Player að launum

Sl. mánudag, 4. október 2021, tók Paige Spiranac þátt í Berenberg Invitational golfmótinu, í Bedford, New York.

Spiranac er sá kylfingur sem á flesta fylgjendur á Instagram, jafnvel fleiri en Tiger Woods og Rory McIlroy.

Þegar kom að par-3 135 metra 14. holunni í Glen Arbor golfklúbbnum, þar sem mótið fór fram, fékk Spiranac ás!!!

Gary Player fylgdist með og hlaut Paige faðmlag að launum frá honum, sbr. mynd hér að neðan

Spiranac sagði eftir ásinn að þetta hefði verið „Svalasta stund lífs (hennar)“