PGA: Im sigraði á Shriners
Það var Sungjae Im frá S-Kóreu, sem sigraði á Shriners Children´s Open, sem var mót vikunnar á PGA Tour. Mótið fór fram í Las Vegas, Nevada, 7.-10. október 2021. Sigurskor Im var 24 undir pari, 260 högg. Í 2. sæti varð Matthew Wolf (20 undir pari). Sjá má lokastöðuna á Shriners með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Jin Young Ko sigraði á Founders Cup
Það var Jin Young Ko, sem sigraði á móti vikunnar á LPGA; Cognizant Founders Cup. Mótið fór fram 7.-10. október sl. í Caldwell, New Jersey. Sigurskorið var 18 undir pari, 266 högg og átti hún heil 4 högg á þá sem næst kom, Caroline Masson, frá Þýskalandi. Fyrir sigurinn hlaut Ko $450,000 eða um 59 milljónir íslenskra króna. Sjá má lokastöðuna í Founders Cup með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Rafa Cabrera Bello sigraði á Open de España
Það var heimamaðurinn Rafa Cabrera Bello sem sigraði á Opna spænska. Mótið fór fram á Club de Campo Villa de Madrid, í Madrid, á Spáni. Sigur Rafa kom eftir sigur á 1. holu í bráðabana við Adri Arnaus, þar sem Rafa fékk fugl en Arnaus tapaði á pari. Fyrir sigurinn hlaut Rafa €233,900.00, sem er u.þ.b. 36 milljónir íslenskra króna. Sjá má lokastöðuna á Acciona Open de España með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagins: Heiða Guðna og Michelle Wie – 11. október 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru Heiða Guðnadóttir og Michelle Wie. Báðar eru þær jafngamlar fæddar sama dag og sama ár 11. október 1989 og eiga því báðar 32 ára afmæli í dag. Heiða er í GM og klúbbmeistari GKJ 2012 og GM 2017 og Michelle Wie spilar á LPGA. Michelle Wie Komast má á facebook síðu Heiðu Guðna til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Heiða Guðnadóttir (Innilega til hamingju með 30 ára STÓRAFMÆLIÐ!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard Burton, f. 11. október 1907 – d. febrúar 1974 (vann m.a. Opna breska 1939); Fred Daly, f. 11. október 1911 – d. 18. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hulda Clara & félagar T-4 og Andrea & félagar í 11. sæti í Colorado
Íslandsmeistarinn í höggleik 2021 Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar í University of Denver og Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar í Colorado State University tóku þátt í Ron Moore Women´s Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 8.-10. október 2021. Mótsstaður var Highlands Ranch í Colorado og þáttakendur voru 87 frá 15 háskólum. Andrea varð T-20 með skor upp á samtals 2 yfir pari, 218 högg (72 72 74). Lið Andreu Colorado State varð í 11. sæti í liðakeppninni. Hulda Clara varð T-33 með skor upp á samtals 4 yfir pari, 220 högg (74 71 75) í einstaklingskeppninni. Lið University of Denver, The Denver Pioneers urðu T-4, sem er flottur árangur! Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Rafnsson og Rakel Kristjánsdóttir – 10. október 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Rakel Kristjánsdóttir og Guðlaugur Rafnsson. Rakel Kristjánsdóttir. Rakel fæddist 10. október 1951 og á því 70 ára merkisafmæli!!! Rakel er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn: Rakel Kristjánsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Guðlaugur Rafnsson er fæddur 10. október 1971 og á því 50 ára stórafmæli. Guðlaugur er í GJÓ. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn: Guðlaugur Rafnsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Galleri Ozone Selfossi (111 ára); Bruce Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (41/2021)
Hér eru nokkur „fynd“: Nr. 2 Nr. 3 Það sem sést ekki í Birthday: 5 =Dog-leg; 10= All-rough; 15= Worm-Burner; 20= Fore!; 25 = Eagle; 30= Gilmore.
Afmæliskylfingur dagsins: Annika Sörenstam og Sigríður Elín Þórðardóttir – 9. október 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Annika Sörenstam og Sigríður Elín Þórðardóttir. Sigríður Elín er fædd 9. október 1960 og á því 61 ára merkisafmæli í dag. Hún er í GSS. Komast má á facebooksíðu Sigríðar Elínar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS. Mynd: Golf 1 Sigríður Elín Þórðardóttir – 61 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Annika Sörenstam er kunnari en þurfi að segja hér í stuttri afmæliskveðju á 51 árs afmælisdag hennar. Hún fæddist í Bro í Svíþjóð 9. október 1970. Annika byrjaði ung að spila golf ásamt Charlottu systur sinni, en þær tvær eru einu systurnar sem hafa Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar luku keppni í 5. sæti í Tennessee
Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Southern Illinois University (SIU) tóku þátt í Grover Page Classic mótinu. Mótið fór fram 4.-5. október sl. í Jackson CC, Jackson Tennessee. Þátttakendur voru 92 frá 16 háskólum Birgir Björn lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (77 77 73) og varð T-61 í einstaklingskeppninni. Lið SIU -The Siulakis – urðu í 5. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Grover Page Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Birgis Björns og félaga í SIU er 18. október n.k. í Alabama.
Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 8. október 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Guðmundur Ágúst er fæddur 8. október 1992 og á því 29 ára afmæli í dag! Guðmundur Ágúst hefir m.a. orðið Íslandsmeistari í holukeppni 2013. Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu, með golfliði East Tennessee State University (ETSU). Guðmundur Ágúst er einn af 3 Íslendingum sem unnið hafa Duke of York keppnina, en hann vann hana fyrstur Íslendinga árið 2010. Hann hefir á undanförnum misserum spilað í mótum á Nordic Golf League mótaröðinni, Áskorendamótaröð Evrópu og Evrópumótaröð karla. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is Guðmundur Ágúst Kristjánsson Lesa meira










