Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2021 | 07:00

EM golfklúbba: GR varð í 14. sæti

Golfklúbbur Reykjavíkur (þ.e. Berglind Björnsdóttir, Nína og Ásdís Valtýsdætur og Eva Karen Björnsdóttir) tók þátt í EM golfklúbba.

Mótið fór fram dagana 30. september – 2. október sl í í Golf de Fontainebleau, Frakklandi

Þrír leikmenn voru í hverju liði. Keppt var í höggleik og tvö bestu skorin töldu í hverri umferð.

Sveit GR varð í 14. sæti af 17 golfklúbbum, sem þátt tóku

Til þess að sjá lokastöðuna á EM golfklúbba SMELIÐ HÉR: 

Í aðalmyndaglugga f.v.: Berglind, systurnar Nína og Ásdís og lengst til hægri Eva Karen. Mynd: GSÍ