Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2021 | 18:00

LPGA: Nelly Korda líkleg til að hljóta helstu heiðursviðurkenningarnar

Nú þegar nálgast lokin á keppnistímabilinu á LPGA, (aðeins 4 mót eftir ) á Nelly Korda möguleika á að skrá sig í golfsögubækurnar.

Í ár hefir hún sigrað á 1 risamóti, 3 öðrum mótum sem og fengið gullverðlaun á Ólympíuleikunum.

Nelly hefir tækifæri til að verða fyrsti bandaríski kylfingurinn, allt frá því Stacy Lewis tókst það, árið 2014, til að hljóta fleiri en 1 heiðursviðurkenningu í lok keppnistímabilsins.

Nelly er sem stendur nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna og leiðir í næstum öllum stigalistum og er efst á peningalistanum.

Þau verðlaun og heiðursviðurkenningar sem hún er næsta örugg um að hljóta eru m.a. Rolex kylfingur ársins og CME Globe (fyrir að vera efst á þeim stigalista).

Einu verðlaunin, sem Nelly mun ekki hljóta er Vare Trophy, þar sem hún hefir ekki spilað  70  hringi eða  tekið þátt í 70% móta LPGA á keppnistímabilinu, sem er skilyrði fyrir að hljóta Vare bikarinn, sem veittur er þeim kvenkylfingi með lægsta meðaltalsskorið. Ef Nelly spilar í öllum mótum sem eftir eru (s.s. fyrirhugað er) þá gæti hringjafjöldi hennar ekki orðið nema 62 í 29 mótum (59%).

Tveir aðrir kylfingar, sem næstir koma á eftir Nelly á listanum yfir lægsta meðaltalsskor (Inbee Park og Jin Young Ko) hljóta og ekki Vare bikarinn vegna þess að þeir uppfylla ekki skilyrðið um 70 hringi/70% af öllum mótum og það er ekki fyrr en kylfingurinn í 4. sæti sem uppfyllir öll skilyrðin, en það er Lydia Ko.