Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2021 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól T-9 og Gerður T-44 á Grace Shin Inv.

Kristín Sól Ragnarsdóttir GM og Gerður Ragnarsdóttir, GR tóku þátt í Grace Shin Invitational mótinu, sem fram fór 4.-5. október sl. í Golf Club of Edmonton, í Oklahoma.

Þátttakendur voru 108 frá 20 háskólum.

Kristín Sól spilaði sem einstaklingur og náði glæsilegum árangri; varð T-9 – lék hringi sína á 4 yfir pari, 146 höggum (73 73).

Hún hefði verið með 3. besta skorið hefði hún spilað með liðinu.

Kristínar Sól var getið á vefsíðu RSU, en liðið sigraði í liðakeppninni í mótinu.

Sjá má umfjöllun um Grace Shin Inv. mótið, þ.á.m. árangur Kristínar Sól á vefsíðu RSU með því að SMELLA HÉR: 

Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR.

 

Gerður Ragnarsdóttir var í liði Cameron, sem varð í 8. sæti í liðakeppninni.

Gerður var á 2. besta skori í liði Cameron en var T-44 í einstaklingskeppninni með skor upp á  14 yfir pari, 156 högg (76 80).

Sjá má umfjöllun um mótið árangur liðsins þ.á.m. Gerðar á vefsíðu Cameron með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Grace Shin Invitational með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Kristínar Sól og Roger State University er 10. október n.k.

Næsta mót Gerðar og Cameron er 11. október n.k.