Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2013 | 01:00

US Open: Luke leiðir

Luke Donald leiðir þegar 2. risamóti ársins í karlagolfinu US Open var frestað vegna myrkurs.

Donald er búinn að spila á 4 undir pari, en á það ber að líta að hann á 5 holur eftir óspilaðar.

Öðru sætinu deila Phil Mickelson og Adam Scott, en Scott er rétt búinn að ljúka 11 holu.

Scott er í holli hinna 3 stóru: Tiger (sem er á 2 yfir pari eftir 10 holur) og Rory (sem er á sléttu pari eftir 10 holur).

Til þess að sjá stöðuna þegar 1. degi US Open er ólokið SMELLIÐ HÉR: