Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 09:30

Herferð USGA gegn hægum leik

Bandaríska golfsambandið USGA (United States Golf Association) hefir skorið upp herör gegn of hægum leik í golfi og hefir fengið til liðs við sig heilan her kylfinga, þ.á.m. Arnold Palmer, Tiger Woods, Anniku Sörenstam, Clint Eastwood og jafnvel drauginn af Rodney Dangerfield.

Þeir sem fylgjast með US Open nú um helgina munu sjá risaauglýsingar sem beint er gegn of hægum leik. E.t.v. er hægt að brosa að því næst þegar staðið er á teig og allur ráshópurinn þarf að bíða hjálparlaust eftir að hollið á undan klári eða það tekur einhvern í hollinu heila eilífð að slá af teig.   Of hægur leikur er vandamál sem er jafn gamalt golfleiknum og ekkert hefir dugað hingað til, til þess að útrýma honum.

Ný herferð USGA nefnist „While We´re Young,“ en þar er vísað til beiðni fasteignamógúlsins Al Czervik (leikinn af Dangerfield)  til dómarans Eilhu Smails (leikinn af Ted Knight) að hætta vöggum sínum á teig og flýta leik í golfkvikmyndinni „Caddyshack,“  frá 1980.

Sjá má myndskeiðið í Caddyshack sem USGA vísar til í herferð sinni gegn hægum leik með því að SMELLA HÉR: