Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 16:00

5 frægustu US Open í Pennsylvaníu (5/5)

Í dag hefst í Ardmore, Pennsylvaníu 113. US Open risamótið á Austurvelli Merion golfstaðarins.  Hér á Golf 1 verða rifjuð upp 5 frægustu US Open mótin, sem haldin hafa verið í Pennsylvaníu.  Talið er niður og hefir þegar verið fjallað um mótin í 2. – 5. sæti.  Hér verður fjallað um síðasta mót sem er í 1. sæti yfir 5 frægustu US Open í Pennsylvaníu.

Nr. 1 Endurkoma Ben Hogan 1950

Af þeim 4 US Open mótum sem Ben Hogan vann árið 1950, þá skipti Merion mestu „vegna þess að það sannaði að hann gæti enn unnið.“

Það voru efasemdir um að Hogan myndi nokkru sinni ganga aftur, hvað þá spila golf, en þegar hann var að keyra heim í gegnum Texas lenti hann í slæmum árekstri sneamma árs 1949 með rútu nálægt Van Horn í Texas, sem var að reyna að fara fram úr bíl, sem keyrði allt of hægt.

Hogan sneri aftur í keppnisgolf ári síðan og tapaði í umspili í Los Angeles Open, en þetta þótti svo frábær endurkoma að það varð til þess að gerð var kvikmyndin „Follow the Sun.“ En það besta var eftir.

Hogan var jafn öðrum í efsta sæti á 72. holu á US Open 1950. Fótleggir hans voru svo lúnir að hann náði ekki að dræva yfir hæðina á lokaholunni í Merion þannig að hann átti eftir 214 yarda (XXX metra) á flöt og hann varð að fá par til þess að knýja fram umspil. Hann dró 1-járnið upp úr pokanum og sveifla hans, sem tekin var að aftan að honum er ein af frægustu golffréttamyndum sem nokkru sinni hafa verið teknar.

Frægt högg Ben Hogan á 18. braut Merion golfvallarins þegar hann vann Opna bandaríska 1950

Frægt högg Ben Hogan á 18. braut Merion golfvallarins þegar hann vann Opna bandaríska 1950

Hogan kom sér í umspilið með Mangrum og Tom Fazio.

Og það var umspilið sem var svo sérstakt. Hogan var með 1 höggs forskot á Mangrum á 16. holu þegar Magnrum merkti bolta sinn þannig að Fazio gæti klárað og merkti hann síðan aftur til þess að blása flug af boltanum.  Þetta var á móti reglum þess tímum – því skv. reglunum gátu leikmenn aðeins merkt boltann ef hann lá í línu mótherja. Fazio fékk því 2 högga víti.  Hogan lauk umspilinu á 69 höggum og vann með 4 höggum.

Þetta var endurkoma Hogan. Og þrátt fyrir að Hogan drægi úr mótum vegna eymsla í fótleggja vann hann 5 risamót í viðbót.