Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Særós Eva Óskarsdóttir – 13. júní 2013

Það er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Særós Eva er fædd 13. júní 1995 og því 18 ára í dag. Særós Eva er í afrekskylfingahóp GSÍ og spilar í ár bæði á Eimskipsmótaröðinni á Íslandsbankamótaröðinni.

Hún hefir staðið sig vel á báðum mótaröðum sérstaklega Unglingamótaröðinni, en þar varð hún m.a. í 2. sæti nú nýverið á 1. mótinu í Þorlákshöfn, þar sem hún lenti m.a. í bráðabana um 1. sætið við klúbbfélaga sinn Gunnhildi Kristjánsdóttur, GKG.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Ben Arda f. 13. júní 1929–d. 20. desember 2006;   Richard McEvoy, 13. júní 1979 (34 ára);  In Kyung Kim 13. júní 1988 (25 ára) ….. og …..

Handverk Beggu (23 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is.