Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2013 | 08:00

GO: Golfklúbburinn Oddur 20 ára

Í dag, föstudaginn 14. júní eru 20 ár frá því að Golfklúbburinn Oddur var stofnaður.

Af því tilefni ætlar GO að gera sér dagamun og halda uppá daginn.

Félögum og gestum er boðið til afmælishófs föstudag, 14. júní, klukkan 12:00 í golfskálanum Urriðavelli.

Tímamótanna verður minnst með dagskrá þar sem flutt verða stutt ávörp og félagar heiðraðir.

Núverandi og fyrrverandi félagar í Golfklúbbnum Oddi eru hvattir til að líta við og fagna deginum.

Að athöfninni lokinni hefst afmælismót GO þar sem veitt verða glæsileg verðlaun fyrir hin ýmsu golfafrek.

Þeir sem eiga eftir að skrá sig eru hvattir til að gera það hið fyrsta.