Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2013 | 13:29

GG: Sigurður Hafsteinn og Haukur sigruðu á 4. stigamóti Hérastubbur bakarí – Bjarni Sigþór fór holu í höggi!

Góð þátttaka var í stigamóti 4 – Hérastubbur bakari sem fram fór í gær við fínar aðstæður. Húsatóftavöllur er heldur betur búinn að vakna til lífsins mikla rigningu að undanförnu.

Alls voru 43 kylfingar serm tóku þátt sem er besta þátttaka í stigamóti til þessa. Úrslit urðu eftirfarandi:

Höggleikur: Sigurður Hafsteinn Guðfinsson, GG – 71 högg

Punktakeppni:
1. sæti Haukur Einarsson, GG – 36 punktar
2. sæti Fannar Jónsson, GG – 35 punktar
3. sæti Magnús Guðmundsson, GG – 35 punktar

Nándarverðlaun á 18. braut – Gísli Jónsson, GG – 65 cm.

Hópur betri kylfinga GS var að spila á vellinum í gær og hrósuðu vellinum hásterkt að leik loknum. Bjarni Sigþór Sigurðsson úr GS gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 18. braut. Það er í fyrsta sinn sem hann fer holu í höggi og í fyrsta sinn sem kylfingur fer holu í höggi á 18. braut.

Golf 1 óskar Bjarna Sigþóri innilega til hamingju með ásinn!!!