Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2013 | 11:00

GR: Korpan opnar sem 27 holu golfvöllur á morgun!

Á morgun, þann 15. júní 2013, verður Korpúlfsstaðavöllur formlega opnaður sem 27 holu völlur. Þetta er stór dagur í sögu Golfklúbbs Reykavíkur og stór dagur í íslenskri golfsögu. Þeir í GR ætla að vígja völlinn með innanfélagsmóti, þar sem veitt verða glæsileg verðlaun.

Eins og áður hefur verið kynnt þá hafa lykkjurnar þrjár á nýja Korpuvellinum fengið nöfnin Sjórinn (1.-9.), Áin (10.-18.) og svo Landið (19.-27.). Þeir hlutar sem verða spilaðir í Vígslumóti GR eru Landið og Áin. Svo geta þeir aðilar sem ekki taka þátt í mótinu bókað 9. holur á Sjónum. Kylfingar þurfa að skrá sig til leiks á þeim hluta.

Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur og punktakeppni. Ræst er út frá kl.8:00. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum.  Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins.

Skráning í mótið hófst miðvikudaginn 12. júní kl.10:00 á www.golf.is og í síma 585-0200. Mótsgjald er 2.700 kr.

Verðlaun:

Karlaflokkur – punktakeppni:
1. sæti = GR merkt peysa og bolur
2. sæti = GR merkt peysa
3. sæti = GR merktur bolur

Kvennaflokkur – punktakeppni:

1. sæti = GR merkt peysa og bolur
2. sæti = GR merkt peysa
3. sæti = GR merktur bolur

Höggleikur:
1. sæti = GR merkt peysa og bolur

Nándarverðlaun:
13. braut = GR merktur bolur
17. braut = GR merktur bolur
22. braut = GR merktur bolur
25. braut = GR merktur bolur