Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2013 | 00:30

Evróputúrinn: Els enn efstur í München

Ernie Els frá Suður-Afríku leiðir enn þegar BMW International Open er hálfnað á Golf Club Eichenried München golfvellinum, í Þýskalandi.

Els hefir leikið á samtals 12 undir pari, 132 höggum (63 69).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Els eru áhugamaðurinn Matthew Baldwin frá Englandi og Frakkinn Alexander Levy.

Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger og Englendingurinn Danny Willett deila síðan 4. sætinu á samtals 10 undi pari, hvor.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru Daninn efnilegi Thorbjörn Olesen, Englendingurinn ungi Tom Lewis,  heimamaðurinn Alex Cejka og Spánverjarnir Pablo Larrazabal og Ryder Cup fyrir Evrópu 2012 José Maria Olázabal. 

Til þess að sjá stöðuna eftir þegar BMW International er hálfnað SMELLIÐ HÉR: